AskPhoto.is

Áskell Þórisson
Listrænar ljósmyndir af íslenskri náttúru á striga.

Fjölbreytt safn ljósmynda sem eru prentaðar á striga. Myndirnar eru strekktar á blindramma. Hér finnur þú örugglega mynd sem passar í stofuna! Ég bý til að hámarki þrjár myndir af hverri gerð.

 

HVERNING GREITT ER FYRIR MYND?

Millifæra upphæðina á
Bankabók 565 15 25
Kennitala seljanda 190353 5329

Um leið og millifærslan/greiðslan fer fram þarf askphoto að fá tölvupóstpóst (ask@simnet) þar sem númer myndar kemur fram. 

Svo myndin komist til skila verður kaupandi um leið að senda nafn þess sem á að fá myndina og heimilisfang og póstnúmer. Það er ágætt að fá farsímanúmer og netfang kaupanda. 

Hafið samband í síma 896 3313 eða sendið póst á ask@simnet.is ef eitthvað er óljóst.

afhending

 

Allar myndir á vefnum eru til á lager. Að jafnaði bý ég til eina til tvær myndir af hverju viðfangsefni. Hef engan áhuga á að fjöldaframleiða sömu myndina.   Í sumum tilvikum – en sárafáum – getur svo farið að myndir sem ég tek og eru til sölu á AskPhoto.is verði notaðar til að skreyta kvenfatnað.

Höfuðborgarsvæðið: Ég kem með myndina  þangað sem óskað er nema um annað hafi verið samið.

Utan höfuðborgarsvæðsins: Best er að vera í sambandi og finna góða leið sem tryggir að myndin verði ekki fyrir hnjaski. Sendingarkostnaður er ekki innifalinn í verði. 

 

Um liti
Tölvuskjáir eru mismunandi og sýna ekki allir sömu liti. Við notum skjái sem hafa verið litastilltir og getum ekki samþykkt endurgreiðslu fyrir þá sök eina að vanstilltur tölvuskjár kaupanda hafi sýnt aðra liti. Bent er á að hægt er að láta stilla liti í skjám.