AskPhoto.is

Áskell Þórisson

Um mig

Ég heiti Áskell Þórisson og starfaði sem blaðamaður og ritstjóri um árabil. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og nota nú Nikon 850 til verksins. Ég hef lengi einbeitt mér að nærmyndum í íslenskri náttúru en það var ekki fyrr en Nikon 850 vélin kom til sögunnar að ég var sáttur við árangurinn!

Myndvinnsla af og gagnaflutningar henni tengdir krefjast ljósleiðara og til mín liggur einn slíkur þar sem ég bý í Hvalfirði. Ljósleiðaravæðing dreifbýlisins er fyrsta aðgerð stjórnvalda í áratugi sem skipti sköpum í atvinnumálum utan þéttbýlis. Ljósleiðarinn gerir fólki í strjálbýli kleift að stunda vinnu sem áður var bundin við þéttbýlið.

Netfang: ask@simnet.is

Sími: 896 3313

 

Um efni og tæki

Farið er eftir ströngustu skilyrðum er snúa að litaleiðréttingum, litaprófílum og hugbúnaði. Allar myndirnar sem eru í boði á AskPhoto.is eru prentaðar á viðurkenndan striga. Prentarinn sem notaður er til verksins er Epson Sure color 9000V sjá nánar hér

Fylgdu mér á FB