AskPhoto.is

Áskell Þórisson

Leirá
Þú hefur án efa sullað í ám og lækjum – með eða án stígvéla og dáðst að vatnsbotninum. Þegar sólin skín og vatnið er kristaltært – og við gefum okkur tíma til að horfa, birtist margt sem áður var hulið. Ég stóð úti í miðri Leirá skammt frá Skarðsheiði og tók þessa mynd. Þegar heim kom vann ég myndina í myndvinnsluforriti þar til ég sá þessi form og liti.

Stærð: 140 x 80

SELD

Lækjarlist í hvalfirskri fjöru
Það er eitthvað við litla læki sem heillar mig. Kannski er það vatnið sem er undirstaða lífsins á jörðinni. Svo mikið er víst að ef myndavél er beint að vatni sem líður hægt yfir sand; ímyndaraflið og tækni nútímans virkjað, tja, þá getur þetta verið niðurstaðan. Myndin á uppruna sinn í fjöru í Hvalfirði.

Stærð: 100 x 140

 

Álfalækur í Álfholtsskógi
Getur verið að lækir álfa séu frábrugðnir því sem við þekkjum úr mannheimum? Það má færa rök fyrir því! Í það minnsta var þessi mynd tekin af laufum í litlum læk í Álfholtsskógi.

Stærð: 80 x 150

Verð: 52.000

Um kaup og afhendingu

Frosin II. Það sem heillaði mig mest í þessari mynd var hvernig litirnir í klakanum vinna náið saman. Ekki síður hvernig frostið hafði skellt í lás á loftbólurnar sem líklega vissu ekki sitt rjúkandi ráð þegar það gerðist. Gróðurinn lokaðist líka inni í klakanum og saman myndaði þetta allt mikilfenglegt listaverk. Myndin er frá klakabreiðum við Skarðsheiðina.

Stærð: 85 x 60

Verð: 40.000

Númer: 2473

Um kaup og afhendingu

Fosslist í fjöru. Myndin er mun stærri en fossinn var í raun og veru. Líklega náði hann varla 30 sentimetrum og hann er löngu hættur störfum, horfinn, farinn. Á sínum tíma lék hann á sína lágværu hörpu ofarlega í fjöru í Hvalfirði.

Stærð: 60 x 45 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð 36.000

Númer: 6589

Um kaup og afhendingu

Fjörulíf. Ég er einn þeirra sem get setið tímunum saman á steini í fjöru og hlustað á hafið. Þá dáist ég stöðugt að íbúum hafsins og fjörunnar – tek gjarnan af þeim myndir. Hér má sjá nokkra þeirra.

Stærð: 70 x 60 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð 36.500.

Númer: 0228

Um kaup og afhendingu

Þessi mynd varð til eftir ferð um Fljótahlíð. Það hafði rignt fyrr um daginn og nú flæddi lækurinn yfir grasi gróna þúfu sem beið róleg eftir uppstyttu. En stráin léku svo aðalhlutverkið og vita það ekki enn.

Verð: 31.000

Stærð: 60 x 35
Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Númer: 6206

Um kaup og afhendingu

Vetrardvali. Þó svo gróðurinn sé í dvala og laublöðin grámóskuleg leynast í þeim litir sem bíða þess að vera dregnir fram og skoðaðir nánar.

Stærð: 45×45 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð 33.000.

Númer: ASK6298

Um kaup og afhendingu

Litagleði. Samspil lita í náttúrunni er ótrúlega mikið. Það er fátt eins gefandi og að arka um móann og mynda listaverkin sem liggja nánast við hvert fótmál.

Stærð: 30×40.
Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð: 29.000 – SELD

Númer: ASK7296

Lækur við Móskarðshnjúka

Árbotn. Öll höfum við vaðið í ám og lækjum; fundið hvernig kuldinn kemur hægt og bítandi. Þegar vatnið er silfurtært og sólin skín opnast ný veröld á botninum.

Stærð: 40×40 cm.
Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð kr. 32.000

Númer: 6649

Í vetrarbyrjun. Það var í byrjun nóvember að ég sá þessi lauf og heillaðist af þeim. Enn eina ferðina biðu þau þolinmóð eftir geislum sólar en þau höfðu ekki tapað fegurð sinni, þrátt fyrir myrkur og kulda.

Stærð: 55×55.
Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð: 35.000

Númer: 8707

Af hausti. Eitt af öðru láta laufblöðin í minni pokann fyrir vetrinum. Þessi hringrás lífsins er ótrúleg.

Stærð: 45 x 45 cm.
Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð 33.500.

Númer: 7458

Botnsins litadýrð. Samspil ljóss, vatns og árbotns á Vesturlandi. Mig skortir orð til að lýsa þessari fegurð – og stundum er líka ágætt að vera orðlaus!

Stærð: 35 x 45 cm.
Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð kr. 33.500.

Númer: 6675

Graslist. Mér datt ekki annað heiti í hug. Þar sem ég skondraði um Álfholtsskóg undir Akrafjalli sá ég hvernig gras sumarsins var að búa sig undir að ganga til jarðar og sameinast henni.

Stærð: 40×35.
Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

SELD

Númer: 8485

Alheimurinn. Um aldir hefur maðurinn velt fyrir sér óravíddum himinsins. Ekki datt mér í hug, fyrr en ég sá þetta klakaskæni, að í því leyndist mynd af stjörnuþokum í milljóna ljósára fjarlægð. Þær eru þarna ef grannt er skoðað!

Stærð: 60×60 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð kr. 37.500

Númer: 1144

Friðsæld. Stærð vatnsfalla skiptir engu í mínum huga. Þau sem minni eru – jafnvel smæstu lækir – búa yfir fegurð sem er engu lík. Þarna liðaðist vatnið áfram og fór mjúkum  höndum um steinana sem sólin litaði og lýsti upp af örlæti sínu.

Stærð: 50 x 75 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð kr. 41.000

Mynd nr. 8099

Vetrarfoss. Þennan litla foss fann ég í Álfhólsskógi sem er norðan við Akrafjall. Fossinn er svo lítill að hann stendur varla undir nafni en hann gerði þó hvað hann gat til að vera foss á meðal fossa.

Stærð: 40 x 60 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

SELD

Klakagróður. Litríkur gróður í tærum klaka skammt frá Skarðsheiði. Frostið hefur læst klónum í gróðurinn sem má sig hvergi hræra. Inn á milli má sjá loftbólur sem bíða þess að hærra hitastig leysi þær úr læðingi.

Stærð: 60 x 80 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð kr. 41.000

Númer: 2464

Sólargeisli í móanum. Þegar kemur fram sér gróðurinn fram á að vorið mun koma eins og áður – og býr sig samviskusamlega undir stutt sumar. 

Stærð: 55 x 35 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð: 33.500

Númer: 6282

Íslenskur gróður. Plönturnar hamast við að vaxa og berin eru orðin þroskuð. Fátt jafnast á við það að skríða á milli þúfna og tína ber…

Stærð: 80 x 55 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð: 35.500

Númer: 6141

Helgafell. Höfuðborgarbúar þurfa ekki að fara langt til að komast í eitt dásamlegasta útivistarsvæði landsins. Fyrir ofan Hafnarfjörð lúrir Helgafellið – eitt af sjö fjöllum með þessu nafni á Íslandi.

Stærð: 70 x 60 cm. Myndin er prentuð á striga og kemur til kaupanda strekkt á blindramma.

Verð 36.500.

Númer: 1062

Um kaup og afhendingu

Helgafell. Tölvugerð mynd. Myndin sem frá mér kemur er ekki í ramma. 

 

Klakaeldur.  Þegar sólin lætur sjá sig í skammdeginu á hún það til að hleypa slíku lífi í klakaskæni á pollum og lækjarsytrum að það hálfa væri nóg! Segja má að sólargeislanir kveiki eld í klakanum.

Stærð 60 x 60 cm. Myndin er prentuð á striga og strekkt á blindramma.

Verð 35.000. – SELD

Númer: 1183

Kaldá hvítfyssandi. Það er ótrúlega róandi að sitja á árbakka, loka augunum og hlusta á niðinn. Á stundum er eins og umhverfið nái að gefa líkamanum vel þeginn kraft.

Stærð: 45 x 45 cm. Myndin er prentuð á striga og strekkt á blindramma.

Verð: 25.500 – SELD

Númer: 4007

Sumarlíf. Grasið í mýrunum undir Akrafjalli, sem ég heimsæki reglulega, er ótrúlega sterkt og seigt þar sem það vex eins hratt og það mögulega getur. Sumarið á hjara veraldar er stutt og gróðurinn verður að nýta tímann eins vel og hægt er.

Stærð: 70×55. Myndin er prentuð á striga og strekkt á blindramma.

Verð kr. 38.000 – SELD

Númer: 4583

Vetur. Myndin er tekin í Álfholtsskógi. Klakaskæni lúrir sitt hvoru megin við fossinn.

Stærð: 60 x 85 cm. Myndin er prentuð á striga og strekkt á blindramma.

Verð kr. 38.000 – SELD

Númer: 2170

Alda leikur við klett í Hvalfirði. Þarna er hún afar blíð og falleg en á stundum lemja öldurnar þennan sama klett af slíkum krafti að það hálfa væri nóg.

Stærð: 50 x 70 cm. Myndin er prentuð á striga og strekkt á blindramma.

Verð: 39.500 – SELD

Númer: 0035

Villiblóm. Ég hef alltaf sagt og segi enn að náttúran er eitt stórt listaverk. Hún tekur þúsundir og aftur þúsundir ára í að búa þegna sína sem best fyrir átök og streð. Það eru ekki til neinar tilviljanir þegar náttúran er annars vegar.

Stærð: 70 x 45 cm. Myndin er prentuð á striga og strekkt á blindramma.

Verð 38.000. SELD

Númer: 4503

Um kaup og afhendingu

Villiblóm komið á vegg! Tölvugerð mynd. 

Lækjarlíf. Náttúran er og verður eitt stórt og ótrúlega flókið listaverk. Ég fann þetta listaverk í jökulköldum smálæk á Vesturlandi.

Stærð: 50×40. Myndin er prentuð á striga og strekkt á blindramma.

Verð 28.000 – SELD

Númer: 6652

Ormurinn langi. Ég hef verið spurður hvað sé á þessari mynd. Því er auðsvarað. Þetta eru loftbólur sem töldu líf sitt í sekúndum og þær voru smáar, afar litlar. Þær spiluðu ef til vill ekki stóra rullu í leikverki lífsins en eru samt sem áður mikilvægt tannhjól í öllu sem hér þrífst og lifir. Úr lækjarsitru í utanverðum Hvalfirði.

Stærð: 55 x 25

Verð 25.000 – SELD

Númer: 3049

Um mig

Ég heiti Áskell Þórisson og starfaði sem blaðamaður og ritstjóri um árabil. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á ljósmyndun og nota nú Nikon 850 til verksins. Ég hef lengi einbeitt mér að nærmyndum í íslenskri náttúru en það var ekki fyrr en Nikon 850 vélin kom til sögunnar að ég var sáttur við árangurinn!

Myndvinnsla og gagnaflutningar henni tengdir krefjast ljósleiðara og til mín liggur einn slíkur þar sem ég bý í Hvalfirði. Ljósleiðaravæðing dreifbýlisins er fyrsta aðgerð stjórnvalda í áratugi sem skipti sköpum í atvinnumálum utan þéttbýlis. Ljósleiðarinn gerir fólki í strjálbýli kleift að stunda vinnu sem áður var bundin við þéttbýlið.

Netfang: ask@simnet.is

Sími: 896 3313

Um efni og tæki

Farið er eftir ströngustu skilyrðum er snúa að litaleiðréttingum, litaprófílum og hugbúnaði. Allar myndirnar sem eru í boði á AskPhoto.is eru prentaðar á viðurkenndan striga. Prentarinn sem notaður er til verksins er Epson Sure color 9000V sjá nánar hér

Fylgdu mér á FB